Kolbeinn á leiðinni til Dortmund

Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með Fylki í sumar.
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með Fylki í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson mun ganga í raðir þýska stórliðsins Borussia Dortmund á næstu dögum. Mun hann skrifa undir þriggja ára samning við félagið. 433.is greinir frá. 

Kolbeinn er 19 ára og samningsbundinn Brentford á Englandi. Hann lék þrettán leiki með Fylki í sumar og skoraði í þeim tvö mörk er hann var að láni frá Brentford. 

Miðjumaðurinn er uppalinn hjá Fylki en gekk í raðir Groningen í Hollandi árið 2016 og fór þaðan til Brentford, þar sem hann hefur enn ekki leikið með aðalliðinu. 

Kolbeinn hefur leikið tvo A-landsleiki og fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert