Sænsk landsliðskona til Glódísar

Glódís Perla Viggósdóttir er komin með nýjan samherja.
Glódís Perla Viggósdóttir er komin með nýjan samherja. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sænska stórliðið Rosengård sem Glódís Perla Viggósdóttir leikur með hefur styrkt lið sitt fyrir seinni hlutann í sænsku úrvalsdeildinni.

Félagið hefur samið við hina 22 ára gömlu Anna Anvegård, en hún er framherji sem kemur frá Växjö. Óhætt er að segja að þar hafi hún raðað inn mörkunum, en hún skoraði 78 mörk í 79 deildarleikjum.

Anvegård var með Svíum á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar, en hún á alls að baki ellefu landsleiki fyrir Svíþjóð.

Rosengård er í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig eftir 12 leiki.

mbl.is