Einvígi sem á sér enga hliðstæðu

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið bestu knattspyrnumenn heims …
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarinn áratug. AFP

Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins í knattspyrnu og Juventus, var í viðtali á dögunum við framleiðslufyrirtækið DAZN þar sem hann ræddi meðal annars einvígi sitt við Lionel Messi í gegnum tíðina. Messi og Ronaldo eru af mörgum taldir vera bestu knattspyrnumenn sögunnar en þeir hafa unnið Gullknöttinn fimm sinnum hvor.

„Messi er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Ronaldo. „Ekki bara af því að hann hefur unnið Gullknöttinn fimm sinnum heldur líka vegna þess að hann hefur verið á toppnum ár eftir ár, alveg eins og ég. Stærsti munurinn á okkur er kannski sá að ég hef spilað fyrir fleiri félög og unnið Meistaradeildina með þeim.“

„Ég var markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar sex ár í röð og það er erfitt að leika það eftir. Þetta er ekki beint einvígi okkar á milli þótt það sé ákveðin samkeppni en þetta er sjaldgæft í boltanum og hefur verið það í gegnum tíðina. Venjulega eiga leikmenn þrjú til fjögur góð ár, ekki tíu ár í röð eins og ég og Messi.“

„Við erum að skora 40 til 50 mörk á tímabili og höfum gert það lengi. Þetta eru hlutir sem hafa ekki sést í fótboltanum áður. Það er ekki tekið út með sældinni að vera á toppnum ár eftir ár. Það krefst aga og þú þarft að fórna miklu. Það er gríðarlega vinna á bak við alla titlana sem við höfum unnið í gegnum tíðina,“ sagði Ronaldo.

mbl.is