Coutinho mættur til München

Philippe Coutinho
Philippe Coutinho AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho er mættur til München í Þýskalandi til þess að ganga frá félagsskiptum sínum til Bayern München. Um lánssamning er að ræða en hann gengur til liðs við Þýskalandsmeistarana að láni frá spænska risanum Barcelona.

Cout­in­ho var ekki með Barcelona í 0:1-tap­inu gegn At­hletic Bil­bao í gær. Bayern hef­ur ekki staðfest komu Cout­in­ho en fréttastöðin Sky í Þýskalandi segir að sést hefur til kappans í borginni þar sem hann var á leið í læknisskoðun.

Has­an Sali­hamidzic, íþrótta­stjóri Bayern, staðfesti við Þýska fjöl­miðla í fyrradag að fé­lags­skipt­in gengu í gegn fljót­lega. „Ég og Karl-Heimz Rum­menig­ge vor­um í Barcelona í vik­unni og við erum með sam­komu­lag við leik­mann­inn og umboðsmann­inn. Ég vil þakka Barcelona fyr­ir góð sam­skipti," sagði Sali­hamidzic eft­ir 2:2-jafn­tefli Bayern og Hertha Berlín í gær­kvöldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert