Þriðja titilvörn Wolfsburg byrjar vel

Sara Björk og markaskorarinn Pernille Harder fagna.
Sara Björk og markaskorarinn Pernille Harder fagna. Ljósmynd/Wolfsburg

Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar hjá Wolfsburg fara vel af stað í titilvörn sinni í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Wolfsburg hafði betur gegn Sand á heimavelli í 1. umferðinni í dag, 1:0. Danski markahrókurinn Pernille Harder skoraði sigurmarkið. 

Sara Björk var í byrjunarliði Wolfsburg og lék allan leikinn. Wolfsburg hefur orðið þýskur meistari þrjú ár í röð og bikarmeistari fimm ár í röð. Sara er á leiðinni í sitt fjórða tímabil með Wolfsburg og hefur hún unnið tvöfalt á fyrstu þremur árum sínum hjá liðinu. 

Tímabilið byrjaði ekki eins vel hjá Söndru Maríu Jessen og liðsfélögum hennar í Bayer Leverkusen. Liðið mátti þola 1:3-tap á útivelli gegn Essen. Sandra var í byrjunarliði Leverkusen en fór af velli á 50. mínútu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert