Albert í varaliðinu eftir fá tækifæri

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir varalið AZ Alkmaar er liðið mætti Excelsior á heimavelli í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Leiknum lauk með 2:1-sigri Excelsior og skoraði Albert mark AZ úr víti. 

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur samanlagt aðeins leikið ellefu mínútur í fyrstu þremur leikjum AZ í hollensku úrvalsdeildinni og var hann því í varaliðinu í kvöld. 

Elías Már Ómarsson byrjaði á varamannabekk Excelsior og spilaði síðustu 13 mínúturnar. Excelsior hefur unnið báða leiki sína til þessa í deildinni en varalið AZ er með eitt stig eftir tvo leiki. 

mbl.is