Coutinho til Bayern München

Philippe Coutinho mun leika með Bayern München á komandi leiktíð.
Philippe Coutinho mun leika með Bayern München á komandi leiktíð. Ljósmynd/@FCBayern

Philippe Coutinho er genginn til liðs við þýska knattspyrnufélagið Bayern München en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í morgun. Coutinho skrifar undir lánssamning við þýsku meistarana sem gildir út tímabilið en hann kemur til félagsins frá Barcelona.

Bayern þarf að borga Barcelona 8,5 milljónir evra fyrir að fá leikmanninn ásamt því að þurfa að greiða laun Coutinho sem eru í kringum 350.000 pund á viku. Þá hefur þýska félagið forskaupsrétt á leikmanninum næsta sumar en hann kostar 120 milljónir evra.

Coutinhi gekk til liðs við Barcelona frá Liverpool í janúar 2018 en hefur ekki náð sér á strik á Spáni. Hann hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu í allt sumar en lið í ensku úrvalsdeildinni sýndu því mikinn áhuga á að fá Coutinho, sem og frönsku meistararnir í PSG.

mbl.is