Frederik lánaður til Lyngby

Frederik Schram mun leika með Lyngby út leiktíðina.
Frederik Schram mun leika með Lyngby út leiktíðina. Ljósmynd/Lyngby

Markmaðurinn Frederik Schram er genginn til liðs við danska knattspyrnufélagið Lyngby en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Frederik kemur til félagsins frá SønderjyskE en hann skrifar undir lánssamning sem gildir út tímabilið við danska úrvalsdeildarfélagið.

Þessi 24 ára gamli markmaður gekk til liðs við SønderjyskE um miðjan júlí en hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu í upphafi leiktíðar. Lyngby er í tíunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki sína en SønderjyskE er í fimmta sætinu með 9 stig.

mbl.is