Ekki búinn með kaflann hér

Alfreð Finnbogason skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg …
Alfreð Finnbogason skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg í vikunni. Ljósmynd/Augsburg

„Maður þarf alltaf að skoða stöðuna eins og hún er hverju sinni. Það voru alveg viðræður við einhver lið en á endanum fannst mér ég ekki búinn með minn kafla hér. Mig langar að spila heilt gott tímabil með Augsburg og kann að meta hvað ég hef hér,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, við Morgunblaðið.

Alfreð er að hefja sitt fimmta tímabil með Augsburg í efstu deild Þýskalands en þessi þrítugi markahrókur skrifaði á dögunum undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2022. Eftir að hafa spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni og Grikklandi hefur Alfreð nú skorað 32 mörk í 67 leikjum í einni albestu deild heims í Þýskalandi.

„Ég finn mikið traust frá öllum í klúbbnum og það sýnir sig í frammistöðunni síðan ég kom hingað. Ég var ekki tilbúinn að fórna því fyrir bara „eitthvað“, þó að auðvitað sé maður tilbúinn að skoða það ef mjög, mjög spennandi kostur býðst. Ég vildi ekki fara inn í síðasta tímabilið mitt á samningi án þess að vita hvað tæki við og taldi betra að gera langtímasamning við félagið til að geta haft fulla einbeitingu á það sem skiptir mestu máli; að spila leiki og skora mörk.

Það var alveg raunhæfur möguleiki að fara í eitthvert annað félag en á þessum tímapunkti, komandi upp úr meiðslum, vildi ég vera áfram hér. Ég sé fram á spennandi tímabil hérna og kann að meta það sem ég hef hér. Það þarf eitthvert mjög gott tilboð til að ég fari héðan. Ég prófaði það á fyrri árum ferilsins að vera styttra á mörgum stöðum en það er ekkert sjálfgefið að finna stað þar sem manni líður vel, spilar í toppdeild og er vel metinn af öllum í félaginu,“ segir Alfreð.

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert