Nkoudou til Tyrklands

Georges-Kévin Nkoudou skrifaði undir fjögurra ára saming við Besiktas í …
Georges-Kévin Nkoudou skrifaði undir fjögurra ára saming við Besiktas í dag. Ljósmynd/@gknkoudou

Georges-Kévin Nkoudou er genginn til liðs við tyrkneska knattspyrnufélagið Besiktas en þetta kemur fram á heimasíðu tyrkneska félagsins. Nkoudou kemur til félagsins frá Tottenham en kaupverðið er í kringum fjórar milljónir evra.

Tottenham borgaði Marseille ellefu milljónir punda fyrir sóknarmanninn árið 2016 en hann er 24 ára gamall. Nkoudou hefur ekki átt fast sæti í liði Tottenham frá því hann kom til félagsins en hann á að baki tíu deildarleiki fyrir félagið frá árinu 2016.

Nkoudou var lánaður til Burnley árið 2018 þar sem hann kom við sögu í átta leikjum með liðinu og þá eyddi hann hluta af síðustu leiktíð á láni hjá franska 1. deildarfélaginu Monaco.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert