Sanches á leið til Frakklands

Renato Sanches er á förum frá Bayern München eftir þrjú …
Renato Sanches er á förum frá Bayern München eftir þrjú ár í Þýskalandi. AFP

Renato Sanches, miðjumaður þýska knattspyrnufélagsins Bayern München, er á förum til franska 1. deildarfélagsins Lille en það eru fjölmiðlar í Frakklandi sem greina frá þessu. Lille þarf að borga 23 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla Portúgala sem hefur ekki náð sér á strik í Þýskalandi.

Sanches kom til Bayern München frá portúgalska félaginu Benfica sumarið 2016 eftir EM í Frakklandi en hann hefur aðeins komið við sögu í 35 leikjum fyrir félagið á þeim þremur árum sem hann hefur spilað í Þýskalandi.

Þrátt fyrir ungan aldur á Sanches að baki 18 landsleiki fyrir Portúgal þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016. Hann eyddi tímabilinu 2017-2018 á láni hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni þar sem honum mistókst að festa sig í sessi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert