Verð tilbúinn þegar kallið kemur

Emil Hallfreðsson er án félags eftir að samningur hans við …
Emil Hallfreðsson er án félags eftir að samningur hans við ítalska A-deildarliðið Udinese rann út. mbl.is/Hari

Lítið hefur heyrst af Emil Hallfreðssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, síðustu vikur, en hann er án félags eftir að samningur hans við Udinese á Ítalíu rann út í júní. Hann bíður enn eftir því að finna sér nýja vinnuveitendur og þótt hann sé ekki bundinn því að finna sér félag áður en félagaskiptaglugganum í Evrópu er lokað um mánaðamót vonast Emil til þess að vera búinn að ganga frá sínum málum fyrir þann tíma.

„Ég hef verið að skoða þá möguleika sem hafa komið upp en þetta er allt ennþá í vinnslu. Það hefur kannski verið áhugi sem hefur ekki heillað mig og ég hef þá sett það til hliðar. Ég bíð bara eftir einhverju sem ég er til í. Þegar það gerist þá gerist það. Ég ætla að taka rétta ákvörðun á þessum tímapunkti,“ sagði Emil í samtali við Morgunblaðið.

Þegar blaðið ræddi við Emil í byrjun júlí beið hann eftir svörum frá forráðamönnum Udinese um hvort áhugi væri fyrir hendi að bjóða honum nýjan samning. Hann yfirgaf félagið síðasta sumar eftir þriggja ára dvöl og gekk í raðir Frosinone en eftir að hann meiddist illa á hné var samningi hans rift. Udinese bauð honum þá til sín á ný og því vildi Emil gefa félaginu forgang. Síðan hefur tíminn liðið, fyrsta umferð ítölsku A-deildarinnar er um helgina og Emil er ekki lengur að bíða eftir Udinese.

„Nei, í raun ekki. Ég er farinn að opna á alla möguleika núna. Ég er bara að halda mér í toppstandi á meðan og þegar kallið kemur verð ég tilbúinn. Því fyrr því betra, en ég geri ekki neitt nema ég sé ánægður með það,“ sagði Emil.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert