Guardiola jafnaði gegn Real

Karim Benzema skorar mark Real.
Karim Benzema skorar mark Real. AFP

Real Madríd tapaði sínum fyrstu stigum í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Madrídarliðið fékk Real Valladolid í heimsókn og urðu lokatölur 1:1. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik virtist Karim Benzema vera að tryggja Real Madríd þrjú stig er hann skoraði á 82. mínútu. 

Real Valladolid gafst hinsvegar ekki upp og Sergi Guardiola jafnaði á 88. mínútu og þar við sat.

Bæði lið eru með fjögur stig, en Sevilla er í toppsætinu með sex stig. 

mbl.is