Þjóðverjar minnast Atla Eðvaldssonar (myndskeið)

Atli Eðvaldsson skorar eitt markanna fimm gegn Frankfurt 6. júní …
Atli Eðvaldsson skorar eitt markanna fimm gegn Frankfurt 6. júní 1983. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um andlát Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsliðsþjálfara Íslands, enda var Atli mjög áberandi leikmaður í þýska fótboltanum á níunda áratug síðustu aldar og skoraði 59 mörk í 224 leikjum í deildinni með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf og Bayer Uerdingen.

Hann er markahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni frá upphafi, á undan Ásgeiri Sigurvinssyni (39), Alfreð Finnbogasyni (32) og Eyjólfi Sverrissyni (30).

Hinn 6. júní 1983 varð Atli fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í þýsku Búndeslígunni, þegar Fortuna Düsseldorf vann Eintracht Frankfurt 5:1 í lokaumferð deildarinnar, og Sportschau minntist Atla með því að sýna þrjú fyrstu mörkin en staðan var 3:0 í hálfleik eftir þrennu hans.

Mörkin úr Düsseldorf og Frankfurt

mbl.is