Landsliðsmarkmaður lést daginn fyrir leik

Jarzinho Pieter var aðeins 31 árs.
Jarzinho Pieter var aðeins 31 árs. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Curacao

Jarzinho Pieter, landsliðsmarkmaður Curacao í fótbolta, lést í gær aðeins 31 árs að aldri. Pieter fannst látinn á hótelherbergi sínu í landsliðsferðalagi á Haítí. Curacao og Haítí áttu að mætast í Þjóðadeild CONCACAF í kvöld. 

Pieter veiktist í gær og sofnaði eftir aðhlynningu hjá læknum landsliðsins, en hann vaknaði ekki aftur. Dánarorsökin er óljós sem stendur. 

Hann lék allan ferilinn með Centro Dominguito í heimalandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert