Ronaldo setti nýtt Evrópumet

Cristiano Ronaldo var óstöðvandi í gær.
Cristiano Ronaldo var óstöðvandi í gær. AFP

Cristiano Ronaldo var heldur betur á skotskónum í gær er Portúgal hafði betur gegn Litháen á útivelli í undankeppni EM 2020, 5:1. Ronaldo skoraði fjögur af fimm mörkum Portúgals í leiknum. 

Ronaldo hefur nú skorað 24 mörk í undankeppnum Evrópumóta, sem er nýtt met. Robbie Keane skoraði á sínum tíma 23 mörk í undankeppnum Evrópumóta með írska landsliðinu. Ronaldo hefur skorað níu mörk á lokamótum EM, jafnmörg og Michel Platini. 

Portúgalinn hefur alls skorað 93 landsliðsmörk, 16 mörkum minna en heimsmethafinn Ali Daei, sem skoraði á sínum tíma 109 mörk fyrir íranska landsliðið.

Ronaldo hefur tvisvar skorað fjögur mörk í landsleik, en hann gerði slíkt hið sama gegn Andorra árið 2016. Hann hefur átta sinnum skorað þrjú mörk eða meira í sama landsleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert