Dagný fékk stóran skell í nótt

Dagný Brynjarsdóttir fékk skell í nótt.
Dagný Brynjarsdóttir fékk skell í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagný Brynjarsdóttir og samherjar hennar hjá Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta fengu 0:6-skell á heimavelli gegn meistaraliðinu North Carolina Courage í uppgjöri tveggja efstu liðanna á heimavelli í nótt. 

Dagný var í byrjunarliði Portland og lék allan leikinn í toppslagnum. NC Courage fór upp fyrir Portland og upp í toppsætið með sigrinum. NC er með 37 stig og er búið að leika 19 leiki og Portland er með 36 stig eftir 21 leik. 

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Utah Royals eru í fjórða sæti með 31 stig eftir 19 leiki. Takist þeim að vinna þá tvo leiki sem liðið á inni getur það farið upp fyrir Portland og upp í annað sætið. 

mbl.is