Enn eru meiðslin að stríða Real Madrid

Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid.
Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid. AFP

Meiðsli halda áfram að hrella leikmenn spænska stórliðsins Real Madrid en nú er aðeins tæp vika þar til liðið sækir heim Frakklandsmeistara Paris SG í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er nýjasta fórnarlamb Madridarliðsins en hann kom meiddur til baka úr landsliðsverkefni með Króötum. Modric glímir við meiðsli í nára. Ólíklegt þykir að hann verði klár í slaginn fyrir leik Real Madrid gegn Levante á laugardaginn og hann er tæpur fyrir leikinn gegn Paris SG.

Belginn Eden Hazard, sem Real Madrid keypti frá Chelsea í sumar, hefur ekkert komið við sögu í fyrstu þremur leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu vegna meiðsla og þá hefur James Rodriguez verið frá í síðustu leikjum af sömu ástæðu. Þeir voru hins vegar báðir mættir á æfingu í dag og gætu spilað leikinn á móti Paris SG á Parc de Princes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert