16 ára framherji skoraði fyrir Barcelona

Ansu Fati skoraði og lagði upp í sínum fyrsta leik …
Ansu Fati skoraði og lagði upp í sínum fyrsta leik fyrir Barcelona. Hann er 16 ára. AFP

Barcelona vann nokkuð sannfærandi 5:2-sigur á Valencia í Nývangi í spænsku efstu deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lionel Messi er enn ekki byrjaður að spila en framherjinn Ansu Fati spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið. Sá er 16 ára og átti algjöra draumabyrjun.

Táningurinn skoraði strax á annarri mínútu eftir stoðsendingu frá Frenkie de Jong og hann launaði Hollendingnum greiðann nokkrum mínútum síðar er hann lagði upp á De Jong, 2:0 eftir aðeins sjö mínútur.

Varnarmaðurinn Gerard Piqué kom Barcelona í 3:1 eftir að Kevin Gameiro minnkaði muninn og var það staðan í hálfleik. Luis Suárez skoraði svo tvö mörk eftir hlé áður en  Maxi Gomez klóraði í bakkann undir lok leiks.

Barcelona er í 4. sæti eftir fjórar umferðir með sjö stig, tveimur stigum á eftir toppliði Atlético Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert