Lærisveinar Guðjóns töpuðu toppslagnum

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í NSÍ Runavík máttu þola 0:3-tap fyrir B36 frá Þórshöfn á heimavelli í toppslag færeysku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. NSÍ er nú fimm stigum frá toppsætinu. 

NSÍ er með 48 stig og B36 53 stig, en NSÍ á tvo leiki eftir og B36 einn leik. B36 stendur því vel að vígi fyrir síðustu leikina. Tapið, sem gæti reynst mjög dýrkeypt, er það fyrsta í sextán leikjum hjá NSÍ.

Fyrr í dag vann HB 3:0-sigur á Skála á heimavelli. Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn með HB. Heimir Guðjónsson þjálfar liðið. HB er í fjórða sæti með 44 stig. 

mbl.is