Brann neitar fréttum um Rúnar

Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Rune Soltvedt, íþróttastjóri norska úrvalsdeildarliðsins Brann, vísar því á bug að félagið sé á höttunum eftir Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR.

Á vef Fréttablaðsins í dag kom fram í dag að áhugi væri hjá Brann á að fá Rúnar til liðs við sig en Rune Soltvedt, íþróttastjóri Brann, segir í viðtali við norska blaðið Bergenavisen að félagið sé ekki í neinum hugleiðingum um að fá Rúnar. Hann segir að Lars Arne Nilsen sé þjálfari liðsins og verði það áfram.

Rúnar segir í viðtali við Bergens Tidende að hann hafi ekkert heyrt frá Brann en Lars Arne Nielsen er samningsbundinn norska félaginu til ársins 2022.

Brann er í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir 21 umferð í deildinni. Margir Íslendingar hafa spilað með liðinu og Teit­ur Þórðar­son þjálfaði Brann í sam­tals sex ár, 1988-1990 og 2000-2002. Teitur þjálfaði einnig KR 2006-07.

mbl.is