Liverpool og Chelsea töpuðu bæði

Alex Meret ver stórglæsilega frá Mo Salah í kvöld.
Alex Meret ver stórglæsilega frá Mo Salah í kvöld. AFP

Ensku liðin Liverpool og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Chelsea tapaði fyrir Valencia á heimavelli, 0:1 og Liverpool gegn Napólí á útivelli, 0:2. 

Liverpool og Napólí fengu bæði góð tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik. Adrián varði stórglæsilega frá Dries Mertens og Alex Meret varði virkilega vel frá Mo Salah og var staðan í hálfleik markalaus. 

Liverpool var sterkari aðilinn stærstan hluta seinni hálfleiks og kom það gegn gangi leiksins að Dries Mertens skoraði úr víti á 82. mínútu er Andrew Robertson var dæmdur brotlegur, þrátt fyrir afar litlar sakir. Fernando Llorente gulltryggði sigur Napólí í uppbótartíma eftir sjaldséð mistök Virgil van Dijk og töpuðu ríkjandi meistararnir fyrsta leik. 

Willian með boltann fyrir Chelsea í kvöld.
Willian með boltann fyrir Chelsea í kvöld. AFP

Það gekk lítið betur hjá Chelsea gegn Valencia á heimavelli, en Valencia er aðeins með einn sigur í fyrstu fjórum leikjunum á Spáni. Þrátt fyrir það hafði spænska liðið betur. Rodrigo skoraði sigurmarkið á 74. mínútu með skoti eftir aukaspyrnu. Ross Barkley fékk gullið tækifæri til að jafna fyrir Chelsea á vítapunktinum en skaut í slá á 88. mínútu. 

Ajax, sem fór í undanúrslit á síðustu leiktíð, vann sannfærandi 3:0-sigur á Lille á heimavelli og stórliðin Borussia Dortmund og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi, þrátt fyrir að Dortmund hefði verið töluvert sterkari aðilinn. 

Þá vann RB Salzburg gríðarlega öruggan 6:2-sigur á Genk. Hinn 19 ára gamli Erling Braut Håland skoraði þrennu í fyrri hálfleik fyrir Salzburg í sínum fyrsta leik í keppninni. 

Ajax - Lille 3:0
Promes 18., Álvarez 50., Tagliafico 62. 

Dortmund - Barcelona 0:0

Chelsea - Valencia 0:1
Rodrigo 74.

Napoli - Liverpool 2:0
Mertens 82. (víti), Llorente 90. 

RB Salzburg - Genk 6:2
Håland 2., 34., 45. Hwang 36., Szoboszlai 45., Ulmer 66. -- Lucumi 40., Samatta 52. 

Benfica - RB Leipzig 1:2
Seferovic 84. -- Werner 69., 79.

Leikir sem hófust kl. 16.55: 

Inter - Slavia Prag 1:1
Barella 90. -- Olayinka 64.

Lyon - Zenit 1:1
Depay 51. (víti) - Azmoun 41.

Lionel Messi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld.
Lionel Messi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld. AFP
Meistaradeildin í beinni opna loka
kl. 20:55 Leik lokið Þá er þessu lokið hjá okkur í kvöld. Bæði Liverpool og Chelsea tapa.
mbl.is