Ný stjarna Chelsea haltraði af velli

Mason Mount liggur meiddur eftir í kvöld.
Mason Mount liggur meiddur eftir í kvöld. AFP

Mason Mount, leikmaður Chelsea, haltraði af velli eftir aðeins níu mínútur í leik Chelsea og Valencia í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Mount var tæklaður hressilega af Francis Coquelin, fyrrverandi leikmanni Arsenal. 

Coquelin fékk gult spjald fyrir brotið, en Mount þurfti að fara af velli. Mount hefur spilað vel með Chelsea til þessa á leiktíðinni. Hann hefur fengið tækifæri undir stjórn Frank Lampard, en þeir unnu saman hjá Derby á síðustu leiktíð. 

„Þetta eru ökklameiðsli og við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Við sjáum til á næstu 24-48 klukkutímum. Þetta er mjög leiðinlegt því hann hefur spilað vel á tímabilinu til þessa,“ sagði Lampard við fjölmiðla eftir leik. 

mbl.is