Stór skörð höggvin í lið Real Madrid

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tekur út leikbann annað kvöld.
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tekur út leikbann annað kvöld. AFP

Það eru mikill afföll í liði Real Madrid fyrir leik liðsins gegn frönsku meisturunum í Paris SG sem eigast við í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í París annað kvöld.

Real Madrid kemur til með að spila leikinn án nokkurra öflugra leikmanna. Luka Modric, Marcelo og Isco verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og fyrirliðinn Sergio Ramos og Nacho taka út leikbann.

Það eru einnig skörð höggvin í lið Paris SG því sóknarmennirnir skæðu Kylian Mbappé og Edinson Cavani eru báðir úr leik vegna meiðsla.

mbl.is