Yfir 300 stuðningsmenn Lille í haldi

Frá leik Ajax og Lille í kvöld.
Frá leik Ajax og Lille í kvöld. AFP

Hollenska lögreglan hefur staðfest að 303 stuðningsmenn franska knattspyrnufélagsins Lille voru handteknir í Amsterdam í kvöld fyrir leik liðsins við Ajax í Meistaradeildinni.

Að sögn lögreglunnar voru stuðningsmennirnir með ólæti í miðborg Amsterdam. Kveikt var í flugeldum og slegist. Fyrr í dag voru einhverjir stuðningsmenn handteknir fyrir ólæti á Strandvilet-lestarstöðinni. 

Þá stukku einhverjir stuðningsmenn ofan á lestir með þeim afleiðingum að loka þurfti lestarkerfinu í einhvern tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert