Andlát: Grétar Einarsson

Grétar Einarsson í leik með Víði í Garði.
Grétar Einarsson í leik með Víði í Garði.

Grétar Einarsson, fyrrverandi leikmaður Víðis í Garði, Keflavíkur, Grindavíkur og FH, er látinn eftir harða en skammvinna baráttu við alvarleg veikindi. Frá þessu er greint á facebooksíðu Víðis í Garði. Grétar var 55 ára gamall.

Af facebooksíðu Víðis í Garði

Grétar er goðsögn hjá Víði Garði. Hann hóf ferilinn með Víði og var hluti af gullaldarliði Víðis sem spilaði í efstu deild árin 1985-1987 og 1991 og fór alla leið í bikarúrslit árið 1987.

Grétar er leikjahæsti leikmaður Víðis í efstu deild (ásamt Vilbergi Þorvaldssyni) með 71 leik og hefur jafnframt skorað flest mörk fyrir Víði í efstu deild, 18 talsins. Á ferli sínum lék Grétar alls 323 leiki og skoraði 159 mörk fyrir Víði. Grétar lék einnig með Keflavík, FH og Grindavík og spilaði 3 A-landsleiki.

Eftir að Grétar hætti að spila með meistaraflokki var hann aðstoðarþjálfari hjá liðinu og sat í stjórn félagsins í fjölda ára, bæði aðalstjórn og unglingaráði.

mbl.is