„Ég á skilið fleiri verðlaun en Messi“

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Cristiano Ronaldo er staðráðinn í að verða kjörinn besti leikmaður heims í það minnsta einu sinni til viðbótar, áður en hann leggur skóna á hilluna. Ronaldo og Lionel Messi hafa fimm sinnum hvor verið kjörnir bestu leikmenn heims, en Ronaldo segist eiga skilið fleiri verðlaun en Argentínumaðurinn. 

„Auðvitað væri ég til í fleiri verðlaun en Messi og ég á það skilið. Messi er æðislegur náungi og leikmaður. Hann er einn besti leikmaður sögunnar, en ég vil vera valinn bestur í heimi í það minnsta einu sinni í viðbót og þar með oftar en hann,“ sagði Ronaldo við Piers Morgan á ITV. 

„Við erum ekki vinir en við höfum deilt sviðsljósinu í 15 ár. Sambandið okkar er gott og hann hefur gert mig að betri leikmanni og ég hef gert hann að betri leikmanni. Ég vil vera einn sá besti í sögunni, ef ekki sá besti í sögunni,“ bætti Ronaldo við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert