Mo Salah hetja Íslendingaliðsins

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Al-Arabi hélt góðu gengi sínu í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta áfram í dag er liðið lagði Al-Shahania að velli á heimavelli, 2:1.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi, en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins. 

Mohamed Salah Elneel skoraði bæði mörk Al-Arabi og var það síðara sigurmark á 89. mínútu. Al-Arabi hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og er í toppsætinu með 10 stig. 

Aron Einar Gunnarsson hefur leikið alla fjóra leikina til þessa og skorað í þeim tvö mörk. 

mbl.is