Rúnar og félagar töpuðu á Old Trafford

Mason Greenwood skoraði sigurmark Manchester United.
Mason Greenwood skoraði sigurmark Manchester United. AFP

Rúnar Már Sigurjónsson og samherjar hans hjá Astana frá Kasakstan máttu þola 0:1-tap fyrir Manchester United á Old Trafford í 1. umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Mason Greenwood skoraði sigurmarkið á 73. mínútu. 

Rúnar lék allan leikinn með Astana og komst ágætlega frá sínu. Rúnar hefur alla tíð verið stuðningsmaður Manchester United og var því um stórt augnablik á ferli Rúnars að ræða. 

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA Moskvu sem fékk skell gegn Ludogorets í Búlgaríu, 1:5. Arnór Sigurðsson lék ekki með CSKA Moskvu vegna meiðsla. 

Albert Guðmundsson var allan tímann á varamannabekk AZ Alkmaar sem gerði vel í að ná í 2:2-jafntefli við Partizan á útivelli, þrátt fyrir að vera manni færri frá 27. mínútu þar sem Jonas Svensson fékk beint rautt spjald. 

Enska liðið Wolves tapaði á heimavelli fyrir Braga frá Portúgal, 0:1, en lærisveinar Steven Gerrard hjá Rangers unnu Feyenoord á heimavelli 1:0. 

Úrslitin úr Evrópudeildinni: 

Borussia M'gladbach - Wolfsberger 0:4
Espanyol - Ferencvárosi 1:1
Porto - Young Boys 2:1
Partizan - AZ Alkmaar 2:2 
Gent - Saint-Étienne 3:2
Ludogorets - CSKA Moskva 5:1
Manchester United - Astana 1:0
Rangers - Feyenoord 1:0
Roma - Basaksehir 4:0
Slovan Bratislava - Besiktas 4:2
Wolfsburg - Oleksandria 3:1 
Wolves - Braga 0:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert