Sex íslenskir í Evrópudeild

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon verða í eldlínunni með …
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon verða í eldlínunni með CSKA Moskva í Búlgaríu í kvöld. Ljósmynd/CSKA Moskva

Sex Íslendingar geta tekið þátt í leikjum sinna liða í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld og fjórir þeirra gætu spilað sinn fyrsta leik á þeim vettvangi.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson hafa reynslu af því að spila með CSKA Moskva í Meistaradeildinni en þeirra lið mætir Ludogorets í Búlgaríu í kvöld og þar geta þeir spilað í Evrópudeildinni í fyrsta sinn.

Arnór Ingvi Traustason er reyndastur í Evrópudeildinni því hann á þar að baki 12 leiki með Malmö og Rapid Vín. Malmö sækir Dynamo Kiev heim til Úkraínu í kvöld.

Jón Guðni Fjóluson lék tvo leiki með Krasnodar í deildinni í fyrra en lið hans sækir Basel heim til Sviss.

Rúnar Már Sigurjónsson þreytir frumraun sína í Evrópudeildinni en lið hans, Astana frá Kasakstan, á sannkallaðan stórleik fyrir höndum í kvöld gegn Manchester United á Old Trafford. Loks gæti Albert Guðmundsson spilað sinn fyrsta Evrópudeildarleik en AZ Alkmaar fer til Serbíu og leikur þar við Partizan Belgrad.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert