Börsungar tilbúnir að losa sig við þrjá öfluga

Leikmenn Barcelona fagna marki.
Leikmenn Barcelona fagna marki. AFP

Spánarmeistarar Barcelona hyggjast losa sig við þrjá leikmenn þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Ernesto Valvarde, þjálfari Barcelona  er sagður vilja fækka í leikmannahópi sínum og að því er fram kemur í spænska blaðinu Marca eru Börsungar tilbúnir að losa sig við Króatann Ivan Rakitic, Sílemanninn Arturo Vidal og Frakkann Samuel Umtiti.

Barcelona hefur ekki byrjað titilvörnina neitt sérstaklega vel en eftir fjórar umferðir er liðið í 5. sæti deildarinnar með 7 stig en er þó aðeins þremur stigum frá toppliði Sevilla. Barcelona sækir Granada heim annað kvöld en Sevilla tekur á móti Real Madrid á sunnudagskvöldið.

mbl.is