Vondar fréttir fyrir Heimi

Heimir Guðjónsson, þjálfari HB.
Heimir Guðjónsson, þjálfari HB. Ljósmynd/Facebook-síða HB

Á skömmum tíma hafa tveir lærisveinar Heimis Guðjónssonar hjá færeyska knattspyrnuliðinu HB slitið krossband í hné.

Færeyski netmiðillinn in.fo greinir frá því að það hafi verið staðfest í dag að færeyski miðjumaðurinn Tróndur Jensen sé með slitið fremra krossband í hnénu en hann varð fyrir meiðslum í 3:0 sigri HB gegn Skála um síðustu helgi.

Jensen leikur því ekki með HB næstu 8-9 mánuðina og sömu sögu er að segja um færeyska landsliðsmanninn Hørð Askam sem sleit krossband í sínum fyrsta landsleik þegar Færeyingar töpuðu fyrir Svíum í undankeppni EM.

HB mætir B36 í úrslitaleik færeysku bikarkeppninnar í knattspyrnu á þjóðarleikvanginum í Þórshöfn annað kvöld og er uppselt á leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert