Granada í toppsætið með sigri á Barcelona

Barcelona tapaði óvænt.
Barcelona tapaði óvænt. AFP

Granada er afar óvænt komið upp í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 2:0-sigur á Barcelona á heimavelli í kvöld. Granada er nýliði í deildinni. 

Granada komst yfir strax á 2. mínútu með marki Ramons Azeez og Álvaro Vadillo bætti við öðru marki úr víti á 66. mínútu og þar við sat. 

Granada hefur unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum, en Barcelona er aðeins með tvo sigurleiki og í sjöunda sæti. Granada er með tíu stig, eins og Sevilla og Atlético Madríd en með betri markatölu. 

Sevilla eða Real Madríd skella sér á toppinn á morgun er þau mætast í Sevilla. Sevilla dugir jafntefli, en Real fer upp í toppsætið með sigri. 

mbl.is