CSKA vann Íslendingatoppslaginn

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA.
Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA. Ljósmynd/CSKA Moskva

CSKA Moskva komst í dag upp í annað sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3:2-sigri á Krasnodar í Íslendingaslag. Bæði lið eru búin að vera í toppbaráttu á tímabilinu. 

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA og lék sinn fyrsta leik í meira en mánuð, en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann var tekinn af velli á 64. mínútu.

Hörður Björgvin Magnússon lék ekki með CSKA þar sem hann tók út leikbann. Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Krasnodar og lék allan leikinn. 

Zenit er í toppsæti deildarinnar með 23 stig, CSKA í öðru sæti með stigi minna, Ragnar Sigurðsson, Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Rostov eru í þriðja sæti með 20 stig og Krasnodar í fjórða, einnig með 20 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert