Hefur áhyggjur af Barcelona

Luis Suárez
Luis Suárez AFP

Afleit byrjun stórveldisins Barcelona í spænska fótboltanum hélt áfram í gær er liðið tapaði 2:0 á útivelli gegn Granada. Barcelona hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm deildarleikjum sínum og hefur ein stærsta stjarna liðsins miklar áhyggjur af genginu.

„Þetta er sársaukafullt tap og við þurfum að skoða það vel, það er margt sem við þurfum að bæta. Það er mikið eftir af tímabilinu en þetta eru leikirnir sem skera úr um hvort lið verða meistarar,“ sagði Luis Suárez, sóknarmaður Barcelona og landsliðsmaður Úrúgvæs.

Lionel Messi byrjaði tímabilið meiddur en kom inn á í hálfleik í gærkvöldi. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir að Granada skellti sér á toppinn. „Við erum Barcelona og við þurfum að vinna þessa leiki,“ sagði Suárez einnig en hann var í viðtali við AS eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert