Messi og Rapinoe valin knattspyrnufólk ársins

Linoel Messi og Megan Rapinoe.
Linoel Messi og Megan Rapinoe. AFP

Argentínumaðurinn Lionel Messi og Bandaríkjamaðurinn Megan Rapinoe voru í kvöld útnefnd knattspyrnufólk ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu á verðlaunahófi í Mílanó á Ítalíu.

Messi varð efstur í kosningunni en Hollendingurinn Virgil Van Dijk úr Liverpool varð annar og Portúgalinn Cristiano Ronaldo, Juventus, varð þriðji. Messi átti magnað tímabil með Börsungum á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 54 mörk í 58 leikjum.

Rapinoe fór fyrir landsliði Bandaríkjanna á HM í Frakklandi í sumar þar sem Bandaríkjamenn tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Hún hafði betur í baráttunni gegn samherja sínum úr bandaríska landsliðinu, Alex Morgan, sem varð í öðru sæti í kosningunni, og ensku landsliðskonunni Lucy Bronze, sem hafnaði í þriðja sæti.

Alisson, markvörður Liverpool og brasilíska landsliðsins, og Sari van Veenendaal, markvörður Hollendinga, voru valin markverðir ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert