Bæjarar niðurlægðu Tottenham í London

Bayern München gekk af göflunum í London í kvöld.
Bayern München gekk af göflunum í London í kvöld. AFP

Bayern München niðurlægði Tottenham þegar liðin mættust í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Tottenham Hotspur-vellinum í London í kvöld. Leiknum lauk með 7:2-sigri Bæjara en Tottenham komst í yfir snemma leiks með marki frá Heung-Min Son. Joshua Kimmich jafnaði metin fyrir þýska liðið stuttu síðar og Robert Lewandowski kom Bæjurum svo yfir á 45. mínútu. Staðan því 2:1 í hálfleik, Bayern í vil.

Serge Gnabry skoraði tvíegis fyrir Bæjara í upphafi síðari hálfleiks áður en Harry Kane minnkaði muninn fyrir Tottenham með marki úr vítaspyrnu á 59. mínútu. Gnabry innsiglaði þrennuna á 83. mínútu og Lewandowski bætti við öðru marki sínu á 87. mínútu. Gnabry fullkomnaði svo niðurlægingu Tottenham á 88. mínútu. Tottenham er með 1 stig eftir fyrstu tvo leiki sína en Bæjarar eru með fullt hús stiga í efsta sæti B-riðils.

Þá vann Manchester City 2:0-sigur gegn Dinamio Zagreb í Manchester í C-riðlinum þar sem þeir Raheem Sterling og Phil Foden skoruðu mörk enska liðsins. City með fullt hús stiga en Dinamo Zagreb í öðru sætinu með 3 stig.

Mauri Icardi skoraði sigurmark PSG í 1:0-sigri liðsins gegn Galatasaray í Tyrklandi í A-riðlinum en PSG er með sex stig í efsta sæti riðilsins á meðan Galatasaray er með eitt stig. Þá vann Juventus 3:0-sigur gegn Bayer Leverkusen á Ítalíu í D-riðlinum og Atlético Madrid vann 2:0-útisigur gegn Lokomotiv Moskvu. Juventus og Atlético eru í efstu sætum riðilsins með 4 stig hvort.

Leik­irn­ir kl. 19 í Meistaradeildinni: 

Galatasaray 0 : 1 PSG
Icardi 52.

Rauða stjarnan 3 : 1 Olympiacos
Vulic 63., Milunovic 87., Boakye 90. - Semedo 37.

Tottenham 2 : 7 Bayern München
Son 12., Kane 59. - Kimmich 15., Lewandowski 45., 87., Gnabry 53., 54., 83., 88.

Manchester City 2 : 0 Dinamo Zagreb
Serling 66., Foden 90.

Juventus 3: 0 Bayer Leverkusen
Higuaín 17., Bernardeschi 62., Ronaldo 89.

Lokamotiv Moskva 0 : 2 Alético Madrid
Felix 48., Thomas 62.

Meistaradeildin í beinni opna loka
kl. 20:52 Leik lokið Þá er leikjum kvöldsins formlega lokið og við þökkum samfylgdina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert