„Þessi litla aðgerð gekk vel“

Aron Einar á Aspetar sjúkrahúsinu í dag.
Aron Einar á Aspetar sjúkrahúsinu í dag. Ljósmynd/Instagram

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í dag gekkst landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson undir aðgerð á Aspetar sjúkrahúsinu í Katar í dag en Aron varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla í leik með Al Arabi um síðustu helgi.

„Þessi litla aðgerð gekk vel. Ég get ekki beðið eftir því að byrja að leggja hart að mér til að koma sterkur til baka. Takk fyrir allar kveðjurnar,“ skrifar Aron á instagram-síðu sína þar sem liggur á sjúkrahúsinu en ljóst er að hann verður frá keppni næstu vikur eða mánuði.

Á twitter-síðu Al Arabi er mynd af liðsfélögum Arons í heimsókn hjá honum á sjúkrahúsinu en landsliðsfyrirliðinn hefur byrjað ferilinn vel hjá Al Arabi og hefur skorað tvö mörk í fimm leikjum liðsins í deildinni.

 

mbl.is