Kolbeinn og Hendrickx í liði vikunnar

Kolbeinn Þórðarson í leik með Breiðabliki gegn Fylki í sumar.
Kolbeinn Þórðarson í leik með Breiðabliki gegn Fylki í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kolbeinn Þórðarson og Jonathan Hendrickx, tveir fyrrverandi leikmenn Breiðabliks en spila nú með belgíska B-deildarliðinu Lommel undir stjórn Stefáns Gíslasonar, eru í liði umferðarinnar hjá belgíska netmiðlinum proximus-sports.

Lommel hrósaði 2:1 sigri gegn Roeselare um síðustu helgi þar sem Hendrickx skoraði fyrra mark Lommel úr vítaspyrnu.

Jonathan hefur spilað níu leiki Lommel og hefur í þeim skorað tvö mörk en Kolbeinn hefur tekið þátt í sjö leikjum liðsins án þess að skora.

mbl.is