Nýr þjálfari í sigtinu

Stefano Pioli er að taka við AC Milan.
Stefano Pioli er að taka við AC Milan. AFP

Stefano Pioli er að taka við sem knattspyrnustjóri AC Milan en það eru ítalskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Marco Glampaolo var látinn taka pokann sinn í gær eftir erfiða byrjun en hann tók við liðinu í sumar af Gennaro Gattuso.

AC Milan hefur byrjað tímabilið illa en liðið er í þrettánda sæti með 9 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar. Luciano Spalletti, fyrrverandi þjálfari Inter Mílanó og Roma, hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna hjá A-deildarliðinu.

Spalletti á hins vegar í málferlum við Inter Mílanó vegna vangoldinna launa og því telja fjölmiðlar á Ítalíu að Pioli muni taka við liðinu en hann hefur þjálfaði síðast lið Fiorentina og var þar áður stjóri Inter Mílanó.

mbl.is