Liðsfélagi Gylfa rekinn af velli í riðli Íslands

Ítalinn Moise Kean var rekinn af velli í kvöld.
Ítalinn Moise Kean var rekinn af velli í kvöld. AFP

Írar og Ítalir gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM U21 árs landsliða í knattspyrnu á Írlandi í kvöld en þjóðirnar leika með Íslendingum í riðli.

Tvö rauð spjöld fóru á loft á 64. mínútu. Írinn Troy Parrott og Ítalinn Moise Kean, samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, lentu í einhverjum stympingum sem lauk með því að þeir voru báðir reknir í sturtu.

Írar eru í toppsæti riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki, Íslendingar eru með 6 stig eftir tvo leiki og Ítalir hafa 4 stig eftir tvo leiki. Svíar eru án stiga eftir einn leik en þeir taka á móti Íslendingum í Helsingborg á laugardaginn og Ísland mætir svo Írum á Víkingsvellinum á þriðjudaginn.

mbl.is