Pavard með vara á gagnvart Íslandi

Benjamin Pavard á æfingu með franska landsliðinu.
Benjamin Pavard á æfingu með franska landsliðinu. AFP

Benjamin Pavard, hægri bakvörður Frakklands, segir ekki hægt að lesa of mikið í það að Frakkar hafi unnið 4:0-stórsigur á Íslendingum þegar liðin mættust í vor. Liðin mætast að nýju annað kvöld í undankeppni EM í fótbolta, á Laugardalsvelli.

„Vissulega lékum við ansi vel í leiknum heima en á Íslandi reiknum við með snúnum leik og munum ekki sýna neina værukærð gagnvart Íslendingum. Við sjáum að þeir unnu síðustu þrjá heimaleiki,“ sagði Pavard, sem gekk í raðir Bayern München í sumar.

Leikurinn annað kvöld verður 15. viðureign Íslendinga og Frakka. Frakkarnir hafa unnið tíu leiki og fjórum sinnum hefur jafntefli orðið niðurstaðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert