England burstaði Búlgaríu

Raheem Sterling fagnar öðru marki sínu gegn Búlgaríu.
Raheem Sterling fagnar öðru marki sínu gegn Búlgaríu. AFP

Raheem Sterling og Ross Barkley skoruðu báðir tvívegis fyrir England þegar liðið mætti Búlgaríu á Vasil Levski-vellinum í Sofiu í A-riðli undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 6:0-sigri Englands staðan í hálfleik var 4:0, Englandi í vil.

Marcus Rashford kom Englandi yfir á 7. mínútu áður en Ross Barkley skoraði tvívegis á 20. og 32. mínútu. Sterling skoraði svo fjórða markið undir lok fyrri hálfleiks og hann bætti öðru við á 69. mínútu. Harry Kane innsiglaði svo sigur enska liðsins á 85. mínútu og þar við sat.

Í hinum leik A-riðils vann Kosovo 2:0-sigur gegn Svartfjallalandi á Fadil-Vokrri-vellinum í Albaníu. Amir Rrahmani skoraði fyrra mark Kosovo á 10. mínútu og Vedat Muriqi bætti við öðru marki Kosova á 34. mínútu og þar við sat.

England er í efsta sæti A-riðils með 15 stig eftir sex umferðir en Tékkland kemur þar á eftir með 12 stig. Kosovo er í þriðja sætinu með 11 stig og Svartjalland og Búlgaría reka lestina með 3 stig hvort.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert