Leikur Englands stöðvaður í tvígang vegna kynþáttaníðs

Gareth Southgate ræðir við eftirlitsmenn UEFA vegna kynþáttaníðs sem leikmenn …
Gareth Southgate ræðir við eftirlitsmenn UEFA vegna kynþáttaníðs sem leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir í Sofiu. AFP

Búlgaría og England eigast nú við á á Levski-vellinum í Sofiu í Búlgaríu í undankeppni EM karla í knattspyrnu. Leikurinn hefur tvívegis verið stöðvaður vegna kynþáttaníðs í garð leikmanna enska landsliðsins en það er BBC sem greinir frá þessu.

Leikurinn var fyrst stöðvaður á 28. mínútu í stöðunni 2:0-fyrir England og tilkynnti vallarþulur þá að leikurinn yrði flautaður af ef stuðningsmenn Búlgaríu myndu ekki halda aftur af sér. Leikurinn var svo aftur stöðvaður á 43. mínútu og ræddu þá Gareth Southgate og dómari leiksins, Ivan Bebek frá Króatíu, saman í stuttu stund áður en leikurinn var aftur flautaður á.

Enska liðið leiður með 4:0 í leiknum en síðari hálfleikur var að hefjast. Dómara geta leitt leikmenn af vell og inn í búningsklefa í ákveðinn tíma ef svo ber undir þegar kynþáttaníð á sér stað á í knattspyrnuleik en ennþá hefur ekki þurft að grípa til þeirra aðgerða í Búlgaríu.

mbl.is