Birkir búinn að semja við Al-Arabi

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birkir Bjarnason er búinn að skrifa undir þriggja mánaða samning við lið Al-Arabi en landsliðsmanninum er ætlað að fylla skarð landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar.

Frá þessu er greint á twitter-síðu Al-Arabi en þar kemur fram;

„Íslenski miðjumaðurinn Birkir Bjarnason hefur skrifað undir þriggja mánaða samning við Al-Arabi. Hann mun koma í stað landa síns Arons Gunnarsson sem er meiddur. Leikmaðurinn verður í treyju númer 67.“

Birkir mun væntanlega spila sinn fyrsta leik með Al-Arabi á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Al Gharafa en sem kunnugt er þjálfar Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, lið Al-Arabi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert