Rúrik að glíma við ökklameiðsli

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. svs1916.de

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur ekkert leikið með Sandhausen í Þýskalandi síðan hann fór af velli í hálfleik í 1:1-jafntefli gegn Bochum 21. september síðastliðinn. 

Rúrik er að glíma við ökklameiðsli og er ljóst að hann verður frá í einhvern tíma til viðbótar vegna þeirra. Rúrik verður ekki með liðinu gegn Jegensburg á laugardag, en hann gæti verið klár í leik gegn Wehen Wiesbaden níu dögum síðar. 

Sandhausen er með tólf stig í áttunda sæti þýsku B-deildarinnar eftir níu umferðir. Rúrik hefur leikið sex leiki á leiktíðinni en ekki enn tekist að skora mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert