Sá fyrsti upp í 200 landsleiki

Oscar Tabárez hefur verið lengi að.
Oscar Tabárez hefur verið lengi að. AFP

Hinn 72 ára gamli Óscar Tabárez varð í nótt fyrsti landsliðsþjálfari karlaliðs í fótbolta til að stýra sama landsliði í 200 leiki. Tabárez stýrði þá Úrúgvæ í 1:1-jafntefli gegn Perú í vináttuleik. 

Tabárez varð leikjahæsti landsliðsþjálfari heims árið 2017 er hann stýrði Úrúgvæ í 168. skipti. Síðan þá hefur hann bætt eigið heimsmet með hverjum leik. 

Joachim Löw hefur stýrt Þýskalandi í 179 leikjum og er hann í öðru sæti yfir landsliðsþjálfara með flesta leiki hjá sama liði. 

Tabárez tók við Úrúgvæ árið 2006 og vann hann Ameríkubikarinn árið 2011 og fór alla leið í undanúrslit á HM 2010. Undir hans stjórn hefur Úrúgvæ unnið 97 leiki, gert 51 jafntefli og tapað 52 leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert