Vilja færa „El Clásico“ til Madrid

Lionel Messi skrefi á undan Casemiro í viðureign Barcelona og …
Lionel Messi skrefi á undan Casemiro í viðureign Barcelona og Real Madrid. AFP

Forráðamenn spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, La Liga, hafa óskað eftir því við spænska knattspyrnusambandið að leikur Real Madrid og Barcelona 26. þessa mánaðar verði færður yfir til Madrid.

Viðureign spænsku risanna á að fara fram á Camp Nou í Barcelona en þar sem mjög róstursamt er í Barcelona þessa dagana þar sem tugþúsundir hafa mótmælt fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna vilja forráðamenn deildarinnar að „El Clásico“-slagurinn, sem er sá fyrri á leiktíðinni, verði á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert