„Deildin mikilvægari en Meistaradeildin“

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Lionel Messi segir að Barcelona stefni á að vinna alla titla en hann telur deildina vera mikilvægari en Meistaradeild Evrópu.

Messi og samherjar hans í Barcelona eru ríkjandi Spánarmeistarar og hafa hampað titlinum sjö sinnum á síðustu tíu árum en Börsungar unnu Evrópumeistaratitilinn síðast árið 2015.

„Þótt við tölum mikið um Meistaradeildina þá gleymum við aldrei deildinni og bikarkeppninni. Meistaradeildin er auðvitað sérstök en deildarkeppnin er sú mikilvægasta en í Barcelona stefnum við alltaf af því að vinna allar keppnir,“ sagði Messi í samtali við spænska blaðið Marca.

mbl.is