Færeyingur í liði vikunnar hjá UEFA

Rogvi Baldvinsson, hvítklæddur, í baráttu við tvo leikmenn spænska landsliðsins.
Rogvi Baldvinsson, hvítklæddur, í baráttu við tvo leikmenn spænska landsliðsins. AFP

Einn Færeyingur er í liði vikunnar hjá UEFA fyrir frammistöðu sína í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Rógvi Baldvinsson er í úrvalsliðinu en hann tryggði Færeyingurinn sigurinn gegn Möltu í Þórshöfn og voru þetta fyrstu stig Færeyinga í undankeppninni.

Rógvi, sem leikur í stöðu miðvarðar, er í góðum hópi en í liði vikunnar eru leikmenn eins og Harry Kane, Robert Lewandowski og Romelu Lukaku.

Lið vikunnar má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert